30.8 2009
Nýjir iðnfræðinemar hefja nám
Helgina 21-23 ágúst hófst kennsla í Iðnfræði við Háskólann í Reykjavík enn einu sinni. Formaður IFÍ hélt smá kynningu á starfssemi félagsins við kynningu nýnema í HR á föstudagsmorgninum. Vonandi hefur einhver af nýnemunum haft gagn af.
Samkvæmt tölum frá HR eru það 55 nýjir iðnfræðinemar sem hefja nám þetta haustið, 30 í Byggingariðnfræði, 11 í Rafiðnfræði og 14 í Véliðnfræði.
Til samanburðar þá byrjuðu 89 nýjir iðnfræðinemar í námi í janúar síðastliðnum, 44 í Byggingariðnfræði, 24 í Rafiðnfræði og 21 í Véliðnfræði.
Heildarfjöldi iðnfræðinema við HR í dag eru svo 214. Þar af 87 í Byggingariðnfræði, 77 í Rafiðnfræði og 50 í Véliðnfræði.
Stjórn Iðnfræðingafélags Íslands óskar þessum nemendum öllum velfarnaðar í sínu námi og vonast til að sjá sem flesta sækja um lögverndun starfsheitisins “Iðnfræðingur” sem allra fyrst.