Löggildingarnámskeið fyrir mannvirkjahönnuði.

 

Námskeið fyrir mannvirkjahönnuði, sem óska löggildingar Húsnæðis- og

mannvirkjastofnunar til að gera aðal- og séruppdrætti sbr. ákvæði 25. og 26. gr. laga

um mannvirki nr. 160/2010, verður haldið í nóvember 2021 og verður námskeiðið í

fjarkennslu. Opnað verður fyrir fyrirlestra mánudaginn 15. nóvember og verða þeir

opnir til 27.nóvember. Námskeiðinu lýkur með prófi laugardaginn 27. nóvember,

(allar dagsetningar eru settar fram með fyrirvara um breytingar).

Námskeiðsgjald er 95.000.- kr. og 60.000.- kr. fyrir þá sem sækja námskeiðið til

endurmenntunar án prófs.

Umsókn fer fram á vef IÐUNNAR- fræðsluseturs https://www.idan.is/ ásamt

fylgigögnum eigi síðar en miðvikudaginn 3.nóvember 2021.

Fylgigön eru:

1) afrit af prófskírteini umsækjanda

2) vottorð frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um réttindi til starfsheitis

3) vottorð/um 3 ára starfsreynslu, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um mannvirki

Nánari upplýsingar gefur Birgir Hólm í síma 663 7140 .

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

 

Borgartúni 21,

105 Reykjavík.