Ný stjórn eftir aðalfund 2019
Aðalfundur Iðnfræðingafélagsins 2019 fór fram þann 2.maí síðastliðinn.
Að þessu sinni var hann haldinn í húsnæði RSÍ að Stórhöfða 31. Mæting félagsmanna var ekki góð frekar en oft áður, en þó náðist að full manna stjórn fyrir komandi misseri.
Það væri þó gaman að fara að sjá meiri áhuga félagsmanna á rekstri félagsins. Fundargerð og stkýrsla stjórnar munu verða settar inn hér á vefin fljótlega.
Ásgeir Örn Rúnarsson, sem setið hefur í stjórn félagsins síðustu fjögur árin gaf ekki kost á sér til frekari setu og þökkum við honum hans störf í þágu félagsins.
Nýr í stjórn var kosin Óskar Ólafsson, rafiðnfræðingur, sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Securitas.
Ný stjórn er þannig skipuð:
Ágúst Hilmarsson, Formaður
Sigurður Örn Árnason, Gjaldkeri
Þorsteinn Gíslason, Ritari
Helgi Pálsson, Meðstjórnandi
Baldvin Óli Gunnarsson, Meðstjórnandi
Óskar Ólafsson, Varamaður
Jón Bjarni Guðmundsson, Varamaður