21.10 2009
Fyrirspurnir og upplýsingar
Kæru Iðnfræðingar.
Fyrirspurnum um vinnu, nám og starfsheiti á erlendum tungumálum hefur fjölgað ört. Einnig hafa nokkrir sent inn til okkar upplýsingar um ýmsa tengla með góðum upplýsingum fyrir okkur Iðnfræðinga. Læt hér fylgja nokkra fróðlega.
Byggeteknisk Höyskole Skóli fyrir byggingafólk. Ath. Byggingariðnfræðingu á dönsku er Byggetekninker, en í þessum skóla er boðið upp á meira nám fyrir þá.
Högskolen i Buskerud Háskóli í Noregi þar sem boðið er upp á 2 ára framhaldsnám fyrir Iðnfræðinga sem hafa áhuga á að verða verkfræðingar.
Uddannelses Guiden Danskur vefur um tæknistörf, hvað fólk gerir og hvert starfsheitið er. Þessi tengill hoppar beint inn á starfsheitið byggetekniker, en það má finna ýmilegt um menntun og starfsheiti í danmörku þarna inni, jafnvel launahugmyndir.
Elektroinstallatör Skilgreinining á Rafiðnfræði á norsku Wikipedia.
Ennþá vantar efni, sérstaklega um Véliðnfræðingana. Endilega sendið inn efni ef þið lumið á því. Takk fyrir allir sem þegar hafa sent upplýsingar.
Kv. Stjórnin