18.8 2009
Nú er komin tími til að hefja störf á ný eftir sumarfrí. Vonandi hafa allir átt gott sumar og koma ferskir til starfa. Stjórn Iðnfræðingafélagsins biðlar til félagsmanna að vera virkir í vetur, taka þátt í starfi félagsins, koma með hugmyndir og gagnrýni. Það er mikilvægt að stjórnin hafi aðhald frá félagsmönnum og finni fyrir því að menn séu að fylgjast með, það gefur okkur betur til kynna að starfið okkar skiptir máli.
Iðnfræðingar verða að hafa það hugfast að án félagsins væri ekki til lögverndaða starfsheitið “Iðnfræðingur”. Það skiptir okkur því öllu málið að félagið sé starfrækt og að það sé virkt.
Kv. Ágúst Hilmarsson, formaður IFÍ.
Flokkur: Fréttir eftir Vefstjóri