16.4 2009
Fundur með HR
Föstudaginn 16 apríl hittust nýskipuð fagnefnd iðfræðinga og fulltrúi frá Háskólanum í Reykjarvík, í húsnæði HR á Höfðabakka.
Á fundinum var farið yfir hlutverk fagnefndar sem Iðnfræðingafélagið kom á stofn að beðni HR. Aðal hlutverk nefndarinnar er að rýna kennsluskrá HR í iðnfræði og koma með tillögur um breytingar sé þess þörf.
Ef félagsmenn hafa einhverjar hugmyndir um námið hjá HR þá endilega sendið þær á okkur hjá Iðnfræðingafélaginu ifi@ifi.is og við komum þeim á framfæri við nefndina.