24.4 2012

Ný heimasíða

Núverandi stjórn Iðnfræðingafélagsins ákvað að láta uppfæra heimasíðu félagsins. Núverandi heimasíða félagsins er orðin gömul og mjög þung í vinnslu og snúið fyrir aðra en tölvumenn að setja inn fréttir og tilkynningar.

Til að auðvelda stjórninni að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við félagsmenn var ákveðið að láta hanna nýja síðu og er hún á góðri leið með að verða fullmótuð. Nýja síðan verður opin öllum en einnig með lokuðu svæði fyrir félagsmenn.

Ef félagsmenn óska eftir að komast á innri vefinn, þarf að senda póst um þá ósk á ifi@ifi.is. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala og netfang. Netfangið verður síðan nýtt sem notendanafn og lykilorð sent til baka í staðfestingarpósti.

Það er von okkar að þessi nýja síða verði til þess að mun meira líf verði á heimasíðunni. Stjórnarmenn verða allir með netföng sín tengd síðunni, það er að segja gardar@ifi.is og svo framvegis, sem ætti að auðvelda félagsmönnum aðgang að stjórnarmönnum. Það er því sönn ánægja að geta opnað nýju heimasíðuna núna í tilefni aðalfundar félagsins 2012. Síðan verður svo slípuð til á næstunni. Best er að sjá hana í gangi og sníða hana betur til.

Stjórnin

23.3 2012

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands 2012

Aðalfundur Iðnfræðingafélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 24. apríl kl. 20:00 í samkomusal kjallara Verkfræðihússins að Engjategi 9.

Dagskrá:

1. Fundur settur, kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemina á liðnu ári.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram.

4. Félagsgjöld ákveðin.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosning tveggja skoðurnarmanna reikninga félagsins.

7. Lagabreytingar, ef fram koma.

8. Önnur mál.

 

Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundi stendur.

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta.

Kveðja, stjórn Iðnfræðingafélags Íslands

20.11 2011

Tilkynning til hlutaðeigandi

Um næstu áramót 2011/2012 verður tekið upp sérstakt umsýslugjald vegna umfjöllunar utanfélagsmanna um starfsheitið iðnfræðingur.

Það verður jafnhátt umsýslugjaldi ráðuneytisins og fylgir því. Í dag er það 8.300 krónur. Engin breyting verður á umfjöllun skuldlausra félagsmanna.

Kv.Stjórnin