Um IFÍ
Iðnfræðingafélag Íslands er fagfélag iðnfræðinga. Félagið er einnig forsenda þess að iðnfræðingsheitið er lögverndað. Til þess að geta kallað sig iðnfræðing, þarf að sækja um starfsheitið til iðnaðarráðuneytisins. Iðnfræðingar starfa í flestum geirum atvinnulífsins hér á landi.
Til að mynda eru iðnfræðingar starfandi hjá eftirtöldum fyrirtækjum í sérfræði- og tæknistörfum: Rio Tinto Alcan, Norðuráli, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur, Marel, Reykjavíkurborg, Landsneti, HB Granda, Mannviti, Eflu, VJI og HRV. Þetta er aðeins brot af þeim fyrirtækjum og verkfræði- og ráðgjafastofum sem hafa starfandi iðnfræðinga hjá sér.
Markmið
Iðnfræðingafélag Íslands er fagfélag iðnfræðinga og var stofnað árið 1980.
Markmið félagsins er að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra, stuðla að endurmenntun og kynna félagið út á við. Félagið er einnig forsenda þess að iðnfræðingsheitið er lögverndað.
Lög félagsins
Félagið heitir Iðnfræðingafélag Íslands. Markmið þess er m.a. að gæta hagsmuna íslenskra iðnfræðinga, efla samstarf þeirra og stuðla að endurmenntun.
Stjórn
Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum: formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og einum meðstjórnenda.
Saga
Iðntæknifélag Íslands var stofnað 15. mars árið 1980 en nafni þess var breytt í Iðnfræðingafélag Íslands 18. október það sama ár.